sudurnes.net
Forvalsmálið frá A-Ö: Hefur kostað Kaffitár og Isavia milljónir króna - Local Sudurnes
Rekstraraðili Keflavíkurflugvallar, Isavia ohf., afhenti Kaffitári á dögunum gögn vegna forvals á verslunar- og veitngaaðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem fram fór snemma árs 2014. Isavia Ohf. sem er 100% í eigu ríkisins var stofnað árið 2010 og rekur alla flugvelli og flugleiðsöguþjónustu landsins. Kaffitár ehf. var stofnað árið 1990 og rekur nokkur kaffihús á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ. Fyrirtækið rak til skamms tíma kaffihús og veitingasölu í Leifsstöð. Kaffitár var á meðal þátttakenda í áðurnefndu forvali, en fyrirtækið varð ekki fyrir valinu og var tveimur veitingastöðum fyrirtækisins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar lokað í janúar 2015, þegar samningur fyrirtækisins við Isavia rann út. Forsvarsmönnum Kaffitárs þótti að fyrirtækinu vegið og óskuðu í kjölfarið eftir gögnum um forvalið. Isavia rekur alla flugvelli landsins Isavia neitar að afhenda gögn vegna loforða um trúnað Kaffitár óskaði eftir gögnum um forvalið í ágúst 2014. Í september 2014 hafnaði Isavia beiðni Kaffitárs um að afhenda umbeðin gögn, þar sem fyritækið mæti stöðuna þannig að umbeðin gögn vörðuðu mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þátttakenda í forvalinu, enda hafi fyrirtækið tekið fram í gögnum forvalsins að þátttakendum hafi verið lofað fullum trúnaði um gögn forvalsins. Í tilkynningu sem Isavia sendi frá sér vegna málsins kemur fram að allir þátttakendur í forvalinu hafi samþykkt fyrirkomulagið. Þetta sættu stjórnendur Kaffitárs sig ekki [...]