Nýjast á Local Suðurnes

Flugstöðin verður stærsti vinnustaður landsins – Erlendu starfsfólki fjölgar

Gert ráð fyr­ir því að störf­um á Keflavíkurflug­vell­i muni fjölga um 1.700 á þessu ári og 1.100 á því næsta. Þá  gert ráð fyr­ir að störf­um fjölgi að meðaltali um 400-500 á ári til árs­ins 2040. Gangi þessi fjölgun eftir verður flug­stöðin stærsti vinnustaður lands­ins. Kefla­vík­ur­flug­völlur er í dag einn stærsti vinnustaður lands­ins.

Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu Isa­via, sem kynnt var í morgun. Í skýrslunni er mat lagt á það hvaða þýðingu upp­bygg­ing Kefla­vík­ur­flug­vall­ar hef­ur til framtíðar.

Í skýrslunni kemur fram að stóran hluta þessara nýju starfa verður að sækja að talsverðu leyti út fyrir atvinnusvæðið á Reykjanesi og út fyrir landsteinana. Ljóst er að atvinnuástandið á Reykjanesi, sem þegar er gott, verður mun betra og það ætti að gera svæðið að ákjósanlegum búsetukosti. Í lok árs 2016 verða um 3% af heildarfjölda starfandi á Íslandi beint tengdur starfseminni á Keflavíkurflugvelli.