sudurnes.net
Fjöldi íbúða á Suðurnesjum skráðar á Airbnb.com - Local Sudurnes
Lausleg könnun Local Suðurnes á húsnæðisleigusíðunni Airbnb.com leiðir í ljós að rúmlega 400 íbúðir og herbergi á Suðurnesjum eru skráð á þessari vinsælustu húsnæðisleiguleitarvél heims, einhverjar íbúðir af höfuðborgarsvæðinu slæðast þó með í leitarniðurstöðunum. Verðið fyrir nóttina er afar misjafnt, allt frá um fjögur þúsund krónum fyrir lítil herbergi eða svefnpokapláss, til flottra íbúða á góðum stað í Reykjanesbæ fyrir um 70 þúsund krónur á nóttina. Algengt ásett verð fyrir íbúð í Reykjanesbæ er um 100 til 200 evrur fyrir gistinótt, eða um 14.000 til 28.000 krónur. Gisting í Reykjanesbæ virðist njóta töluverðra vinsælda því ef leitarniðurstöður eru þrengdar niður á ákveðnar dagsetningar fram í tímann er mun minna úrval íbúða eða herbergja í boði, eða frá um 20 íbúðum á völdum dagsetningum í september uppí um 100 á völdum dagsetningum í nóvember og allt þar á milli. Fín leið til að drýgja tekjurnar Það getur verið fín leið að notast við Airbnb eða sambærilegar leitarvélar til dess að drýgja tekjurnar. Ef við tökum smá dæmi um íbúð sem kostar 20.000 krónur á nóttina að leigja má sjá að miðað við 50% nýtingu á mánuði eru leigutekjurnar um 300 þúsund krónur eða töluvert hærri en fæst fyrir íbúð á almennum markaði. Dæmið er kannski ýkt og ekki margir sem ná 50% nýtingu yfir [...]