Nýjast á Local Suðurnes

Fjármögnun Verne Global næst stærsta tæknifjárfestingin á Norðurlöndum

Í samantekt vefmiðilsins The Nordic Web sem nær til 339 fjárfestinga í norrænum tæknifyrirtækjum upp á samtals 1,82 milljarða dollara eða jafnvirði 235 milljarða króna kemur fram að fjárfest hafi verið í íslenskum fyrirtækjum fyrir um 25 milljarða króna, sem er 11% af þeirri heildarupphæð sem fjárfest var í þessum geira á Norðurlöndum.

Stærsta einstaka tæknifjárfestingin á Norðurlöndum í fyrra var 526 milljón dollara fjármögnun Spotify, en í öðru sæti er 98 milljón dollara fjármögnun íslenska fyrirtækisins Verne Global, sem staðsett er á Ásbrú. Samkvæmt úttektinni voru þrjár af tíu stærstu fjárfestingunum í tæknifyrirtækjum á Norðurlöndum á síðasta ári voru í íslenskum fyrirtækjum.