Nýjast á Local Suðurnes

Fisktækniskólinn í samstarf með Símey og Samherja

Fisktækniskóli Íslands vinnur um þessar mundir að samstarfsverkefni varðandi nám í Fisktækni á Dalvík með Símey, öðrum fræðsluaðilum í Eyjafirði og Samherja. Þrjátíu starfsmenn Samherja létu meta þekkingu sína og færni í fiskvinnslu og sjávarútvegi til móts við námskrá Fisktækniskóla Íslands.

Fram kemur á Grindavík.net að síðastliðinn fimmtudag hafi matið verið afhent og er , se, þátt tók, hópurinn er að koma sér í startholurnar fyrir haustið. Af því tilefni var viðtal á N4 í þættinum að norðan við Nönnu Báru Maríasdóttur frá Fisktækniskólanum og Svanfríði Jónasdóttur sem kemur til með að vera verkefnastjóri Símeyjar á Dalvík og halda utan um verkefnið þar.

Hér á neðan er hægt að skoða fréttina frá N4