Nýjast á Local Suðurnes

Ferðaþjónusta Reykjaness mun áfram sjá um akstur fatlaðra í Reykjanesbæ

Reykjanesbær og Ferðaþjónusta Reykjaness hafa skrifað undir samning um ferðaþjónustu við fatlað fólk í Reykjanesbæ. Samningurinn var gerður í kjölfar útboðs þar sem tveir aðilar sendu inn tilboð. Samningurinn er til fimm ára og tekur gildi í apríl árið 2017.

Ferðaþjónusta Reykjaness hefur sinnt þessari þjónustu undanfarin ár og mun halda sama fyrirkomulagi á þjónustunni og verið hefur. Markmið ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk í Reykjanesbæ er að gera þeim sem búa við fötlun kleift að stunda vinnu, nám eða sækja sér þjónustu á sérhæfðar þjónustustofnanir