Nýjast á Local Suðurnes

FA ósátt við Express-þjónustu Fríhafnarinnar

Fé­lag at­vinnu­rek­enda hef­ur sent Bjarna Bene­dikts­syni fjár­málaráðherra er­indi og óskað eft­ir að ráðuneytið upp­lýsi um af­stöðu sína til pönt­un­arþjón­ustu Frí­hafn­ar­inn­ar í Leifs­stöð, svo­kallaðrar Express-þjón­ustu á net­inu, þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Íbréf­inu sem finna má neðst í fréttinni, seg­ir að markaðsher­ferðir Frí­hafn­ar­inn­ar, þar sem vak­in er at­hygli á þess­ari þjón­ustu, séu þátt­ur í afar óeðli­legri sam­keppni rík­is­ins við versl­un­ar­fyr­ir­tæki í land­inu. Rekst­ur Frí­hafn­ar­inn­ar fari sí­fellt lengra út fyr­ir það sem telj­ast megi eðli­leg skil­grein­ing á „frí­hafn­ar­versl­un fyr­ir ferðamenn“.

Rekst­ur komu­versl­un­ar, þar sem vör­ur eru seld­ar til nota inn­an­lands án op­in­berra gjalda, sí­fellt meira vöru­úr­val og nú síðast pönt­un­arþjón­usta á net­inu séu dæmi um slíkt.

Tekið er und­ir ábend­ing­ar í Skoðun Viðskiptaráðs í nóv­em­ber síðastliðnum, um að „Express-þjón­ust­an“ þýðir í raun að ekki sé nauðsyn­legt að fara af landi brott til að kaupa vör­ur án op­in­berra gjalda; flest­ir eigi auðvelt með að finna ein­hvern til að sækja vör­urn­ar á leið um flug­stöðina.

Bréf FA til fjármálaráðherra má finna hér.