Nýjast á Local Suðurnes

Erlent vinnuafl á leið til landsins – IGS kaupir fjölbýlishús undir starfsfólk

Flugafgreiðslufyrirtækið IGS, dótturfyrirtæki Icelandair, hefur gengið frá ráðningum á um 150 pólskum verkamönnum sem munu hefja störf á næstu mánuðum. Þá hefur Airport Associates ráðið um 70 pólska verkamenn fyrir sumarvertíðina. Auk þss hafa fyrirtæki í byggingariðnaði verið dugleg við að ráða erlent vinnuafl, einnig að mestu leiti frá Póllandi.

Gunnar Olsen Framkvæmdastjóri hjá IGS sagði í svari við fyrirspurn Suðurnes.net að starfsfólkið sem búið væri að ráða kæmi til landsins á næstu mánuðum og að um væri að ræða svipaðan fjölda og gert væri ráð fyrir í áætlunum fyrirtækisins.

“Það er búið að ráða tæplega 150 erlenda starfsmenn sem koma frá Póllandi. Þetta er sá fjöldi sem var gert ráð fyrir að ráða erlendis frá í okkar áætlunum. Þessir starfsmenn koma til starfa í mars, apríl og maí.” Segir Gunnar.

Þá segir Gunnar ekki ákveðið enn hvort starfsfólkið sem um ræðir verði ráðið lengur en fram á haust.

“Það er reiknað með að starfsfólkið verði fram á haust en óljóst hvort að einhverjir verði áfram. Það kemur ekki í ljós fyrr en nær dregur hausti.” Segir Gunnar.

Fyrirtæki í byggingariðnaði hafa einnig verið dugleg við að ráða erlent vinnuafl til starfa, það má því gera ráð fyrir að nokkur hundruð útlendingar séu á leið til landsins til að sækja atvinnu á Suðurnesjasvæðinu.

IGS og Airport Associates kaupa blokkir undir starfsfólkið

RÚV greindi frá því í fréttum sínum í gær að fyrirtækin tvö hafi fjárfest í fjölbýlishúsum á gamla varnarsvæðinu í Reykjanesbæ undir starfsfólkið, kaupsamningur liggur fyrir hjá IGS og ef allt gengur eftir verður bráðlega byrjað að gera húsin klár. Airport Associates hefur þegar keypt eina blokk og er í þann mund að kaupa aðra.

Athyglisvert: Hvað er svart og ferðast mörg þúsund kílómetra á ári?

Kadeco, þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, hyggst einnig standsetja fjölbýlishús og markaðssetja fyrir erlent vinnuafl sem er á leið til landsins, samkvæmt frétt RÚV íhugar fyrirtækið að reka hugsanlega eina eða fleiri starfsmannablokkir enda má búast við að aukningin á Keflavíkurflugvelli verði mun meiri á næstu árum og þörfin á erlendu vinnuafli aukast til muna á næstu árum.