Nýjast á Local Suðurnes

Dræm þátttaka í skuldabréfaútboði leigurisa – Stefna að reglulegum arðgreiðslum

Leigufélagið Heimavellir, sem á meðal annars hundruð íbúða á Ásbrú, tókst að selja fjárfestum skuldabréf fyrir  3.180 milljónir króna, í skuldabréfaútboði sem fyrirtækið stendur fyrir. Upphæðin er mun lægri en félagið stefndi að en vonast var til að salan myndi nema allt að tólf milljörðum króna í útboðinu.

Stefnt var að því að ná að greiða að mestu upp lán frá Íbúðalánasjóði sem nema um 18,6 milljörðum króna. Þau lán eru meðal annars bundin því skilyrði að lántakinn sé ekki rekinn í hagnaðarskyni og hann greiði jafnframt ekki út arð til hluthafa en stefna Heimavalla til framtíðar er að greiða út arð með reglubundnum hætti.