Nýjast á Local Suðurnes

Diamond Suites opnar í maí – Verður fyrsta fimm stjörnu hótel landsins

Diamond Suites, fyrsta fimm stjörnu hót­el lands­ins, verður opnað form­lega í Kefla­víkurhverfi Reykjanesbæjar þann 17. maí næst­kom­andi. Hót­elið er á efstu hæð Hót­el Kefla­vík­ur, sem er fjög­urra stjörnu hót­el, en sama dag og áður­nefnd opn­un fer fram fagn­ar hót­el Keflavík 30 ár af­mæli sínu.

Jón William að störfum við endurbætur á hótelinu, ásamt barnabörnum

Jón William að störfum við endurbætur á hótelinu, ásamt barnabörnum

Í umfjöllun Local Suðurnes um endurbæturnar á Hótel Keflavík og breytingarnar á húsnæðinu við að koma Diamond Suites í 5 stjörnurnar, kom meðal annars fram að heildarkostnaður við endurbætur og uppbyggingu Diamond Suites væri nú þegar komin vel yfir 300 milljónir króna.

Athyglisvert: Snjósscooter – Pantaðu núna og við sendum þoturass frítt með!

Steinþór Jónsson hótelstjóri sagði í spalli við Local Suðurnes að um 40-50 milljónum króna hafi verið varið árlega síðastliðin fjögur ár í þennan áfanga þ.e. í breytingar á húsnæði Hótels Keflavíkur og uppbyggingu Diamond Suites, en lokahnykkurinn, sem tekinn var á þessu ári kostar vel á annað hundruð milljónir.

„Grunnurinn að þessu má segja að sé dugnaður fjölskyldunar og sérstaklega foreldra minna ásamt því að við höfum farið hægt í uppbygginguna,“sagði Steinþór í spjalli við Local Suðurnes.

„Við höfum byggt hótelið upp á 30 árum og við höfum aldrei tekið stór langtímalán fyrir þessum breytingum en notið góðrar aðstoðar hverju sinni frá viðskiptabönkum okkar.“ sagði Steinþór.