Nýjast á Local Suðurnes

Dæmdur til að greiða rúmar 43 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs

Fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarmaður einkahlutaféags í Sandgerði var dæmdur til greiðslu sektar að upphæð 43.265.000 krónur vegna meiriháttar brota gegn skatta- og bókhaldslögum. Í dómnum kemur fram að efnislega hafi  röngum virðisaukaskattsskýrslum einkahlutafélagsins verið skilað inn fyrir virðisaukaskattstímabil á árunum 2013 og 2014. Fyrirtækið sem um ræðir er hefur verið úrskurðað gjaldþrota og afskráð.

Áður hafði ákærði verið fundinn sekur um brot gegn sömu lagaákvæðum og hann er nú sakfelldur fyrir, segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness, í því tilviki var ákærða gert að sæta fangelsi í 12 mánuði, skilorðsbundið í tvö ár, og að greiða 54.000.000 króna í sekt til ríkissjóðs. Auk sektarinnar nú,  þarf ákærði að greiða þóknanir lögmanna sinna.

Dóminn í heild sinni má finna hér.