sudurnes.net
Byggingarisi hagnast um milljarð: "Tækifærin eru á Suðurnesjum" - Local Sudurnes
Hagnaður verktakafyrirtækisins BYGG hefur aukist um 794% á fjórum árum, úr 115 milljónum króna í rúman einn milljarð. Forsvarsmaður fyrirtækisins segir tækifærin meðal annars vera á Suðurnesjum, en fyrirtækið festi kaup á lóðum undir 500 íbúðir í umdeildu útboði Landsbankans á eignum Miðlands ehf. Þá hefur eigið fé BYGG margfaldast frá árinu 2013 til 2016 eða úr 607 milljónum króna í tæpa þrjá milljarða, er þar um að ræða 392% aukningu. Handbært fé í enda árs hefur einnig aukist úr 50 millj­ ónum í 182 milljónir á sama tímabili. Eigandi fyrirtækisins segir tækifærin liggja á Suðurnesjum og að fyrirtækið vinni að byggingu 500 íbúða í Reykjanesbæ. “Við erum vel settir með lóðir og keyptum m.a. nýverið 500 lóðir í Keflavík þar sem við munum reisa 500 íbúðir sem verða boðnar til sölu á almennum markaði.” Segir Gylfi Héðinsson, eigandi fyrirtækisins, í umfjöllun Viðskiptablaðsins um rekstur BYGG. Fengu lóðirnar eftir umdeilt útboð Söluferlið fór fram í samræmi við stefnu Landsbankans um sölu eigna í eigu bankans og var öllum opið sem uppfylltu hæfismat og gátu sýnt fram á 300 milljón króna fjárfestingargetu. Fjögur óskuldbindandi tilboð bárust fyrir lok tilboðsfrests í fyrri hluta söluferlisins sem lauk 26. október og þrjú skuldbindandi tilboð bárust fyrir [...]