Nýjast á Local Suðurnes

Bláa lónið hagnaðist um 1,7 milljarð á síðasta ári – 860 milljónir í arðgreiðslur

Bláa lónið hf. hagnaðist tæplega 1.700 milljóna króna, á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um tæpan hálfan milljarð á milli ára. Þetta má sjá í nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins.

Eignir félagsins námu um 8 milljörðum í lok ársins en skuldir voru tæplega fimm milljarðar. Eigið fé fyrirtækisins er því tæpir þrír milljarðar í árslok.

Fram kemur í ársreikningnum að greiddur arður til eigenda hafi numið 6 milljónum evra á síðasta ári, jafnvirði um 860 milljóna íslenskra króna.

Fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag að Hvatning hf., sem er í eigu Gríms Sæmundsen, Edvards Júlíussonar og Landsbréfa, sé stærsti hluthafi Bláa lónsins með 43% eignarhlut. Þá á HS Orka hf. 33% hlut í félaginu.