sudurnes.net
Bjóða út bílaþjónustu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar - Local Sudurnes
Isavia hefur sagt upp samningi við Bílahótelið, en fyrirtækið hefur frá árinu 2006 þjónustað bíleigendur við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Verkefnið verður boðið út á næstunni. „Það má segja að þetta hafi lengi legið í loft­inu, en núna eru þeir bún­ir að segja upp samn­ingn­um við okk­ur,“ seg­ir Mar­geir Vil­hjálms­son, fram­kvæmda­stjóri Bíla­hót­els­ins, í Morg­un­blaðinu í dag. Haft er eftir Guðna Sigurðssyni, upplýsingafulltrúa Isavia að samningur á milli fyrirtækjanna hafi í raun runnið út árið 2012, en verið framlengdur tvisvar til ársins 2014 og því hafi í raun enginn samningur verið í gildi á milli fyrirtækjanna. Þá hefur Morgunblaðið eftir Guðna að þjónustan verði boðin út í gegnum svokallað valferli á næstunni. Meira frá SuðurnesjumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkNýskráningum fyrirtækja fjölgar og færri fara í þrotGistinóttum á hótelum fjölgar á milli ára á SuðurnesjumTekjur á hvert stöðugildi hjá Icelandair Group um 40 milljónir á áriForvalsmálið frá A-Ö: Hefur kostað Kaffitár og Isavia milljónir krónaWizz Air flýgur beint til Budapest og Varsjár allt árið um kringMargt sögulegt í ársreikningum ReykjanesbæjarSorpeyðingarstöð tapaði rúmlega milljón á síðasta áriTekjur HS Orku aukast á milli ára – Rekstrarkostnaður hækkarStyrkja framþróun menntunar og eflingu íslensks atvinnulífs – Opið fyrir umsóknir