Nýjast á Local Suðurnes

Bjóða út bílaþjónustu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Isavia hefur sagt upp samningi við Bílahótelið, en fyrirtækið hefur frá árinu 2006 þjónustað bíleigendur við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Verkefnið verður boðið út á næstunni.

„Það má segja að þetta hafi lengi legið í loft­inu, en núna eru þeir bún­ir að segja upp samn­ingn­um við okk­ur,“ seg­ir Mar­geir Vil­hjálms­son, fram­kvæmda­stjóri Bíla­hót­els­ins, í Morg­un­blaðinu í dag.

Haft er eftir Guðna Sigurðssyni, upplýsingafulltrúa Isavia að samningur á milli fyrirtækjanna hafi í raun runnið út árið 2012, en verið framlengdur tvisvar til ársins 2014 og því hafi í raun enginn samningur verið í gildi á milli fyrirtækjanna. Þá hefur Morgunblaðið eftir Guðna að þjónustan verði boðin út í gegnum svokallað valferli á næstunni.