Nýjast á Local Suðurnes

Bergraf ehf. sér um endurbætur í byggingum á West-End

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Landhelgisgæslu Íslands, hefur samið við Suðurnesjafyrirtækið Bergraf ehf. um framkvæmdir við rafkerfisbreytingar í byggingum á West-End svæði Keflavíkurflugvallar. Auk rafkerfisbreytinganna var samið við fyrirtækið um breytingar á lagna og loftræsikerfum í byggingum nr. 1760, 1776 og 1777.

Kostnaðaráætlun verkkaupa var kr. 272.260.380 og var tilboð Bergraf ehf. rétt yfir þeirri áætlun eða kr. 281.309.545. Aðeins eitt annað tilboð barst í verkið, frá ÍAV hf. og hljóðaði það upp á kr. 385.659.566.