Nýjast á Local Suðurnes

Bærinn tapar ef verksmiðju United Silicon verður lokað

Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar, segir í Morg­un­blaðinu í dag að Reykjanesbær muni missa umtalsverðar tekjur verði af lokun kísilveri United Silicon í Helguvík til frambúðar.

Eldur kviknaði í verksmiðjunni um páskana og Um­hverf­is­stofn­un hef­ur ákveðið að loka starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins um óákveðinn tíma.

„Bær­inn mun missa tekj­ur af höfn­inni ef starf­semi verk­smiðjunn­ar leggst niður og auðvitað út­svars­greiðslur þeirra fjölda starfs­manna sem þarna starfa.” Segir Kjartan meðal annars.