Nýjast á Local Suðurnes

AwareGo tryggir 360 milljóna fjármögnun

Netöryggisfyrirtækið AwareGO hefur samtals tryggt 360 milljónir króna fjármögnun á síðastliðnum 15 mánuðum. Fyrirtækið var stofnað á Suðurnesjum og opnaði nýverið skrifstofu í Bandaríkjunum.

AwareGO hefur þróað og selt eigin hugbúnað sem hámarkar árangur fræðsluherferða til að kenna starfsmönnum að varast netsvik. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku var ráðgjafi AwareGO við nýjustu fjármögnunina og hyggst einnig aðstoða félagið á næstu misserum við að sækja hlutafé, hérlendis og erlendis og er undirbúningur að þeirri fjármögnun vel á veg kominn.