Nýjast á Local Suðurnes

Ársreikningar Reykjanesbæjar finnast ekki – “Eru sennilega til einhvers staðar”

Reykjanesbær hefur ekki getað orðið við beiðni blaðamanna Viðskiptablaðsins um afhendingu á afritum af ársreikningum sveitarfélagsins fyrir árin 1994 – 2001, af þeirri ástæðu að þeir finnast ekki. Viðskiptablaðið vinnur nú að úttekt á fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar og hefur orðið töf á birtingu úttektarinnar af þessum sökum.

Fram kemur á vef Viðskiptablaðsins að í svari frá fjármálasviði bæjarins segi: „Allir þeir sem unnu við bókhaldið á þessum árum eru hættir og við höfum því miður ekki þessa ársreikninga. Þeir eru sennilega til einhvers staðar en við fundum þá ekki við leit okkar fyrir nokkrum árum síðan.“

Í úttekt blaðsins verður meðal annars fjallað þróun skulda sveitarfélagsins frá 2002, áhrif brotthvarfs Varnaliðsins á Keflavíkurflugvelli á rekstur bæjarins, sölu hlutabréfaeignar í HS orku og fleira.