Nýjast á Local Suðurnes

Yngri flokkalið Njarðvíkinga kláruðu vetrarvertíðina með stæl

Yngri flokka starfið hjá Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur verið í miklum blóma undanfarið, deildin hefur alið af sér tvo leikmenn sem halda á lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu um miðjan júní, markvörðinn Ingvar Jónsson og sóknarmannin Arnór Ingva Traustason. Þá eru leikmenn yngri flokka félagsins fastir gestir á æfingum og í keppni með yngri landsliðunum.

Njarðvíkingar kláruðu svo vetrarvertíð yngri flokkana í knattspyrmu á því að landa tveimur Faxaflóameistaratitlum. Þriðji og fimmti flokkur félagsins léku síðustu leiki sína í mótinu fyrir og um helgina, og lauk mótinu með sigri í sínum riðlum.

5. flokkur Njarðvíkur

5. flokkur Njarðvíkur

Þriðji flokkur lék sinn síðasta leik í Eyjum í gær og unnu heimamenn 3 – 4 í hörkuleik í miklu roki, sem tryggði þeim efsta sætið og Faxaflóameistaratitil í B deild.

Fimmti flokkur innsiglaði sigur sinn í C riðli með sigri á nágrönnunum í Grindavík 4 – 0 fyrir helgina. B lið 5. flokks lenti í 4 sæti í keppni B liða. Fjórði flokkur lauk keppni fyrir nokkru en þeir lentu í 4. sæti í B deild.

Þá varð sameiginlegt lið Keflavíkur og Njarðvíkur í 2. flokki karla á dögunum Faxaflóameistarar í fótbolta.  Liðið tapaði aðeins einum leik í mótinu og sigraði bæði hjá A- og B-liðum.

 

faxi2fl kef njar fotb

Sameiginlegt lið Keflavíkur og Njarðvíkur í 2. flokki