Nýjast á Local Suðurnes

Vilja auka styrki til landsliðsfólks – Leikmenn greiða hundruð þúsunda úr eigin vasa

Mynd: KKD Njarðvíkur - Anna Lilja Ásgeirsdóttir er ein af landsliðsstúlkum af Suðurnesjum

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanebæjar telur að nauðsynlegt sé að hækka styrki til íþróttafólks sem ferðast til útlanda á vegum landsliða sinna, en töluverður kostnaður fylgir því að taka þátt í landsliðsverkefnum sem leikmenn þurfa að greiða úr eigin vasa.

Þannig er heildarkostnaður sem fellur á leikmenn körfuknattleiksdeilda Njarðvíkur og Keflavíkur árið 2019 vel á sjöttu milljón króna.

Skipting kostnaðar er þessi:

U-15 6 leikmenn frá Njarðvík og 4 frá Keflavík. Hver leikmaður greiðir kr. 98.500

U-16 5 leikmenn frá Njarðvík. Hver leikmaður greiðir kr 172.500 fyrir NM og 246.000 fyrir EM

U-18 2 leikmenn frá Njarðvík og 4 leikmenn frá Keflavík. Hver leikmaður greiðir kr 172.500 fyrir NM og 275.000 fyrir EM kvenna og 278.000 fyrir EM karla.