Nýjast á Local Suðurnes

Vel heppnað Evrópumeistaramót í bekkpressu var haldið í Njarðvík

Evrópumeistaramót í bekkpressu var haldið um helgina í íþróttahúsinu í Njarðvík. Lyftingadeild UMFN, Massi, sá um framkvæmd mótsins sem heppnaðist einstaklega vel.

Um er að ræða lang­stærstu keppni í kraft­lyft­ing­um sem hald­in hef­ur verið á Íslandi, en ríf­lega 200 kepp­end­ur frá aðild­ar­fé­lög­um Evr­ópska kraft­lyft­inga­sam­bands­ins tóku þátt í keppninni.

Á lokahófinu talaði fulltrúi Evrópska Kraftlyftingasambandsins og varafoseti alþjóða Kraftlyftingasambandsins um það að nýir staðlar hefðu verið settir í móttsumgjörðinni sem er ekki litið fyrir þá sem til þekkja í alþjóða kraflyftingaumhverfinu, segir á heimasíðu Massa. Keppendur,þjálfarar,dómarar og embættisfólk víðsvegar frá Evrópu hrósuðu Massafólki fyrir vel unnin störf og frábært mót í alla staði.

Hér má sjá fjölda ljósmynda frá mótinu.