sudurnes.net
Uppsögn Margrétar á sér langan aðdraganda - Yfirlýsing stjórnar Kkd. Keflavíkur - Local Sudurnes
Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna uppsagnar Margrétar Sturlaugsdóttur fyrrum þjálfara meistaraflokks kvenna hjá félaginu. Í yfirlýsingunni sem er að finna í heild sinni hér fyrir neðan kemur meðal annars fram að uppsögnin hafi átt sér langan aðdraganda og sé ekki vegna eins tiltekins máls. Yfirlýsing frá stjórn Kkd. Keflavíkur: Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur (KKDK) tók á dögunum þá ákvörðun að þjálfari meistaraflokks kvenna myndi láta af störfum. Í kjölfarið ákvað stjórnin að tjá sig ekki frekar um málið þar sem stjórn KKDK er bundin trúnaði gagnvart þjálfurum og leikmönnum og ætlar að virða hann. Mál sem þessi eru yfirleitt mjög viðkvæm enda snerta þau ekki aðeins stjórn, þjálfara og/eða leikmenn umrædd liðs, heldur einnig fjölskyldur, vini og stuðningsmenn. Umrætt mál er meðal annars viðkvæmt í ljósi þess að leikmannahópur meistaraflokks kvenna er nánast eingöngu skipaður börnum og/eða mjög ungum stúlkum og var það því mat KKDK að best væri að hlífa þeim við frekari umfjöllun. Sú staða hefur breyst í kjölfar þess að fyrrum þjálfari liðsins ákvað að koma fram í fjölmiðlum með sína hlið málsins, hlið sem stjórn KKDK er einfaldlega ekki tilbúin að kvitta fyrir. Er það því svo að stjórn KKDK sér sig nauðbeygða [...]