Nýjast á Local Suðurnes

Ungir og efnilegir leikmenn semja við Grindavík

Á mánudag skrifuðu átta ungir og efnilegir drengir undir þriggja ára samning við félagið. Jónas Þórhallsson formaður knattspyrnudeildar skrifaði fyrir hönd knattspyrnudeildar Grindavíkur.

Jónas ræddi um þá Evrópuleiki sem félagið hefur leikið og nefndi hvað einstaklingsæfingar og sjálfsagi væri mikilvægur á þessum aldri til að ná árangri og nefndi nokkur dæmi um það.

Strákarnir eru allir að hefja leik í öðrum flokki karla, og fæddir árið 1999. Áður hafði félagið samið við tvo efnilega drengi úr Keflavík, þá Arnór Breka Atlason og Ólaf Inga Jóhannson (Teigi).

Strákarnir sem nú skrifuðu undir þriggja ára samning við félagið eru: Ingi Steinn Ingvarsson, Daníel Andri Tegeder Pálsson, Sigurvin Hrafn Elíasson, Ásþór Andri Valtýsson, Hlynur Ægir Guðmundsson, Sigurður Bjartur Hallsson, Ævar Andri Öfjörð og Arnór Einar Georgsson.

Meðfylgjandi mynd var tekin við þetta tilefni, efri röð frá vinstri. Jónas, Jankó, Hlynur Ægir, Sigurður Bjartur, Ævar Andri, Daníel Andri, Sigurvin Hrafn, Óli Stefán, Rúnar S. Neðri röð frá vinstri: Arnór Einar, Ástþór Andri, Ingi Steinn.