Nýjast á Local Suðurnes

U17 landsliðið vann UEFA-mót í Finn­landi – Ísak Óli með sigurmarkið

U17 ára landslið Íslands - Mynd: KSÍ

Íslenska U17 ­landsliðið í knatt­spyrnu, tryggði sér í dag sig­ur á alþjóðlegu móti á veg­um UEFA í Finn­landi með því að sigra heima­menn með tveimur mörkum gegn engu. Birk­ir Heim­is­son og Keflvíkingurinn Ísak Ólafs­son skoruðu mörk­in á fyrsta hálf­tím­an­um.

Markaskorarnir Birkir og Ísak - Mynd: Ksí

Markaskorarnir Birkir og Ísak – Mynd: Ksí

Íslensku strák­arn­ir unnu Svía, 3-2, í fyrstu um­ferðinni og eru með 6 stig fyr­ir lokaum­ferðina, Finn­ar 3, en Sví­ar og Rúss­ar eitt stig hvort lið. Vegna sig­urs­ins á Finn­um í dag er efsta sætið í höfn, sama hvern­ig fer í lokaum­ferðinni á miðviku­dag þegar Íslands mæt­ir Rússlandi.

Tveir Suðurnesjadrengir eru í U17 landsliðinu, Brynjar Atli Bragason, markvörður úr Njarðvík og Ísak Óli Ólafsson sem leikur með Keflavík.