sudurnes.net
Tveir erlendir leikmenn til Njarðvíkur - Local Sudurnes
Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við tvo erlenda leikmenn um að leika með liðinu út yfirstandandi tímabil, þá Tevin Falzon og Aurimas Majauskas. Þeir Majauskas og Falzon munu fylla skörð Kyle Williams og Wayne Martin sem hafa róið á önnur mið. Falzon er framherji/miðherji sem útskrifaðist frá Sacred Heard háskólanum í Bandaríkjunum. Hann lék síðast í bresku BBL deildinni með 8,6 stig og 6,4 fráköst að meðaltali í leik. Falzon er landsliðsmaður hjá Möltu og hefur meðal annars tekið þátt í smáþjóðaleikunum með Maltverjum og mætt þar Íslandi. Majauskas er 202 cm hár og lék tímabilið 2018-2019 í NKL deildinni í Litháen með Palangos Kursiai. Majauskas er fæddur 1993 og var í háskóla í Bandaríkjunum við Sam Houston State. Meira frá SuðurnesjumNjarðvíkingar fá bakvörð frá EnglandiMartin yfirgefur Njarðvík – Breytingar á leikmannahópnum á nýju áriChaz mun leiða nýtt NjarðvíkurliðMartin til NjarðvíkurÞróttur V. tapaði naumt gegn Stjörnunni – Víðir og Grindavík í 16 liða úrslitinNjarðvíkingar semja við ungan bakvörðNjarðvíkingar semja við nýjan KanaStór og stæðilegur leikmaður gengur til liðs við NjarðvíkGrindavík heldur áfram að næla í sterka leikmennBandaríkjamaður í Grindavík