sudurnes.net
Torfærukeppni stöðvuð vegna slyss - Local Sudurnes
Önnur umferð Íslandsmótsins í torfæru, Poulsen torfæran, fór fram í Stapafelli í gær. Akstursíþróttafélag Suðurnesja sá um að halda keppnina. Í tilkynningu á Facebook-síðu AÍFS kemur fram að keppnin hafi farið vel af stað og að um 1.200 áhorfendur hafi mætt á keppnina. Dagurinn fór þó ekki alveg sem skyldi og varð slys í 4. braut. Ökumaður fékk á sig mikið högg og slasaðist og þurfti þvi að aflýsa því sem eftir var af keppninni. Á Facebook-síðu Jamil Racing, kemur fram að ökumaðurinn sé kominn úr rannsóknum og að niðurstöður þeirra líti ágætlega út. Meira frá SuðurnesjumÁ batavegi eftir torfæruslys: “Getum ekki með nokkru móti þakkað ykkur nægilega vel fyrir!”Vel heppnað hjólabrettamót í Ungmennagarðinum – Sjáðu myndirnar!Sara hefur keppni á morgun – Sjáðu keppnistímana hér!Björn Steinar segist hafa verið rekinn frá Grindavík: “Gefst ekki upp þó á móti blási”Sara efst í undankeppni fyrir Heimsleikana – Sjáðu einvígi Söru og Katrínar hér!Rannsökuðu ofurkonuna – Ragnheiður Sara mæld í bak og fyrirErtu best(ur) í FIFA 2020? Hafðu þá samband við Rafíþróttadeild KeflavíkurGrindvíkingar gagnrýna vinnubrögð Stjörnunnar: “Dagur enn samningsbundinn Grindavík”Harka og hjálpsemi á æfingum hjá Njarðvíkingum – Leituðu að tönn liðsfélaga í grasinuIngvar með sturlaðar vörslur í marki Sandefjord – Myndband!