Nýjast á Local Suðurnes

Torfærukeppni stöðvuð vegna slyss

Myndir: Jamil racing og Brynja Rut

Önnur umferð Íslandsmótsins í torfæru, Poulsen torfæran, fór fram í Stapafelli í gær. Akstursíþróttafélag Suðurnesja sá um að halda keppnina.

Í tilkynningu á Facebook-síðu AÍFS kemur fram að keppnin hafi farið vel af stað og að um 1.200 áhorfendur hafi mætt á keppnina. Dagurinn fór þó ekki alveg sem skyldi og varð slys í 4. braut. Ökumaður fékk á sig mikið högg og slasaðist og þurfti þvi að aflýsa því sem eftir var af keppninni.

Á Facebook-síðu Jamil Racing, kemur fram að ökumaðurinn sé kominn úr rannsóknum og að niðurstöður þeirra líti ágætlega út.