Nýjast á Local Suðurnes

Tommy Nielsen þjálfar Víði Garði

Daninn Tommy Nielsen hefur verið ráðinn þjálfari Víðis Garði í 3. deildinni.  Nielsen þjálfaði lið Grindavíkur í 1. deildinni á nýliðnu tímabili en ekki náðist samkomulag um áframhaldandi samstarf þar.

Nielsen gekk í raðir FH árið 2003 og lék með liðinu til ársins 2011 þar sem hann vann fjölmarga titla. Nielsen var síðan spilandi aðstoðarþjálfari hjá Fjarðabyggð 2013 og 2014 þegar liðið fór úr þriðju deild upp í 1. deild, þaðan lá leiðin svo til Grindavíkur, en Grindavík endaði tímabilið um miðja deild.

Víðir Garði endaði í 6. sæti í 3. deildinni í sumar eftir erfiða byrjun. Rafn Markús Vilbergsson og Árni Þór Ármannsson hafa þjálfað liðið síðustu tvö ár en þeir hættu eftir mót.