Nýjast á Local Suðurnes

Tindastóll hafði ekki kærurétt – Hill mun leika með Keflavík á mánudag

Jerome Hill leikmaður körfuknattleiksliðs Keflvíkinga mun ekki taka út leikbann vegna atviks sem átti sér stað í þriðja leik Keflavíkur og Tindastóls í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar. Hill var talinn hafa slegið til Helga Freys Margeirssonar leikmanns Tindastóls.

Hill mun því leika með Keflvíkingum í fjórða leik liðanna sem fram fer á Sauðárkróki á mánudagskvöld. Staðan í einvígi liðanna er 2-1 fyrir Stólunum og því dugir Keflvíkingum ekkert nema sigur á mánudag, en það lið sem fyrr sigrar þrjá leiki kemst í undanúrslitin.

Fram kemur í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar að ekki sé hægt að líta á kæru Tindastóls sem formlega kæru enda hafa félög ekki kærurétt í slíkum málum.

Aga- og úrskurðarnefnd getur ekki litið á erindi Tindastóls sem formlega kæru enda hafa félög skv. 6. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál ekki kærurétt í agamálum, heldur ábendingarétt. Eftir að hafa litið á þau gögn sem bárust er það mat nefndarinnar að ekki sé ástæða til að gefa út kæru. Segir meðal annars í úrskurðinum sem finna má í heild sinni hér.

Keflvíkingar hafa ákveðið að bjóða stuðningsmönnum sínum upp á ókeypis rútuferðir á leikinn sem fram fer í Síkinu á Sauðárkróki. Allar upplýsingar um þær ferðir er að finna hér.