sudurnes.net
Þróttur Vogum mun leika í 3. deild að ári - Local Sudurnes
Þróttarar tóku á móti ÍH á Vogabæjarvelli í kvöld í leik um hvort liðið myndi leika í 3. deild að ári. Fyrri leik liðanna sem fram fór í Hafnarfirði lauk með 2-2 jafntefli og því ljóst að um úrslitaleik yrði að ræða í kvöld. Þróttarar gerðu sér lítið fyrir og unnu sannfærandi sígur í kvöld, 5-2 og munu því eins og áður sagði leika í 3. deildinni að ári en fyrir í þeirri deild leika Víðir Garði og Reynir Sandgerði en Reynismenn eiga ágæta möguleika á að fara upp um deild. Þróttarar lögðu Hvíta Riddarann af velli í 8-liða úrslitum á meðan ÍH vann KH en ÍH komu inn í úrslitakeppnina sem sigurvegarar A-riðils á meðan Þróttarar unnu C-riðilinn af miklu öryggi. Meira frá SuðurnesjumVíðir í toppbaráttuna eftir sigur á NjarðvíkPáll áfram með Þrótti – Hefur skorað 44 mörk í 79 leikjumBrynjar Atli leikur með U17 landsliðinu í FinnlandiÞróttarar hefja knattspyrnutímabilið á laugardag – Leika í ReykjaneshöllVíðismenn nánast öruggir með sæti í 2. deildUngir og efnilegir leikmenn semja við GrindavíkFjórir framlengja við VíðiNjarðvíkingar fá liðstyrk í fótboltanumKeppendur Akurskóla undirbúa sig fyrir Skólahreysti – Myndband!MG 10 leggur skóna á hilluna eftir 19 ár í fremstu röð