sudurnes.net
Þrír Suðurnesjamenn í landsliðshóp karla í körfuknattleik - Local Sudurnes
Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarar hans, Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson, hafa valið þá 16 leikmenn sem koma til með að mynda loka æfingahóp landsliðs karla í körfuknattleik. Njarðvík og Grindavík eiga þrjá fulltrúa í hópnum, sem tilkynntur var í dag. Fulltrúar Njarðvíkinga eru þeir Logi Gunnarsson og Elvar Már Friðriksson, sem leikur í Bandaríkjunum um þessar mundir, fulltrúi Grindvíkinga í hópnum er Ólafur Ólafsson. Framundan eru sex landsleikir í undankeppni EM fyrir EuroBasket 2017 þar sem leikið verður tvíveigis gegn Sviss, Kýpur og Belgíu. Hópurinn samanstendur af eftirfarandi 16 leikmönnum. Axel Kárason · Svendborg Rabbits, Danmörk Brynjar Þór Björnsson · KR Darri Hilmarsson · KR Elvar Már Friðriksson · Barry University / Njarðvík Haukur Helgi Pálsson · Rouen Metropole Basket, Frakkland Hlynur Bæringsson · Sundsvall Dragons, Svíþjóð Hörður Axel Vilhjálmsson · Rythmos BC, Grikkland Jón Arnór Stefánsson · Valencia, Spánn Kristófer Acox · Furman University / KR Logi Gunnarsson · Njarðvík Martin Hermannsson · Étoile de Charleville-Mézéres, Frakkland Ólafur Ólafsson · St. Clement, Frakkland Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Þór Þorlákshöfn Sigurður Gunnar Þorsteinsson · Doxa Pefkon, Grikkland Tryggvi Þór Hlinason · Þór Akureyri Ægir Þór Steinarsson · San Pablo Inmobiliaria, Spánn Meira frá SuðurnesjumFækkað í landsliðshópnum í körfunni – Njarðvíkingar detta úr hópnumFáir Suðurnesjamenn [...]