sudurnes.net
Þorvaldur þjálfar Keflavík næstu tvö árin - Local Sudurnes
Eitt af fyrstu verkum nýrrar stjórnar knattspyrnudeildar Keflavíkur var að ráða nýjan þjálfara til liðsins, Þorvaldur Örlygsson varð fyrir valinu og er hann ráðinn til næstu tveggja ára. Þorvaldur hefur mikla reynslu sem þjálfari og er núverandi þjálfari U-19 landsliðs karla. Hann þjálfaði síðast lið HK en hafði áður þjálfað hjá KA, Fjarðabyggð, Fram og ÍA. Þorvaldur lék á sínum tíma með KA og Fram og var atvinnumaður um árabil. Hann á að baki 41 landsleik með A-liði Íslands og skoraði í þeim 7 mörk. Knattspyrnudeild Keflavíkur er mjög ánægð með hafa fengið Þorvald til Keflavíkur og býður hann hjartanlega velkominn til starfa, segir á heimasíðu Keflvíkinga. Meira frá SuðurnesjumÚlfur Blandon tekur við Þrótti VogumDregið í Lengjubikarnum – Njarðvík í riðli með Íslandsmeisturum ValsMario framlengir hjá NjarðvíkSigurður Ragnar í þjálfarateymi Keflavíkur – “Smell-passar í prógramið”Fyrsti leikur Keflavíkur í Inaksso-deildinni verður í beinni á Stöð 2 SportGunnar Magnús þjálfar kvennalið Keflavíkur næstu tvö árinBjörg Erlingsdóttir ráðin sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðsGuðjón Árni áfram með VíðiKeflvíkingum spáð Pepsí-deildarsæti – Grindvíkingum spáð falliSuðurnesjaliðin hefja leik í kvöld – Spáð misjöfnu gengi í Inkasso-deildinni