Nýjast á Local Suðurnes

Þorsteinn hættir sem formaður knattspyrnudeildar

Þorsteinn Magnússon hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til formanns knattspyrnudeildar Keflavíkur á aukaaðalfundi sem fram fer þann 8. október næstkomandi, þetta kom fram í viðtali við Þorstein í þættinum Uppgjörið á Hljóðbylgjunni fm 101,2 í dag, í þættinum var farið yfir keppnistímabilið í knattspyrnunni sem lauk í dag.

thorsteinn magg

Eitt af síðustu verkefnum Þorsteins í formannssætinu var að ráða nýjan þjálfara kvennaliðsins.

Þorsteinn hefur verið formaður félagsins undanfarin 8 ár, en keppnistímabilið í ár hefur verið afar erfitt hjá Keflvíkingum sem féllu sem kunnugt er niður í fyrstu deild.