sudurnes.net
Teitur: "Ekki rétt í stöðunni að taka við Njarðvík" - Bonneau líklega áfram - Local Sudurnes
Teitur Örlygsson mun ekki taka að sér þjálfun Njarðvínga í körfuknattleik fyrir næsta tímabil, hann er þó ákveðinn í að styðja við bakið á liðinu úr stúkunni. Teitur sagði í spjalli við vinsælasta körfuknattleiksvef landsins, karfan.is að margar ástæður, sem hann vildi ekki gefa upp að sinni, væru fyrir því að hann myndi ekki þjálfa lið Njarðvíkur. Teitur sagðist í samtali við sama miðil vera hættur hjá Njarðvík að loknum oddaleik liðsins gegn KR á dögunum. “Ég er harðákveðin í að taka mér smá pásu og fylgjast með boltanum á næsta tímabili úr stúkunni. En ég mun koma til með að styðja minn klúbb og verð í Njarðvíkurstúkunni, hvergi annarsstaðar.” sagði Teitur. Þá sagði Teitur í samtali við Vísi.is að vinátta hans og Friðriks Inga Rúnarssonar, sem einnig hefur látið af störfum hjá Njarðvík, spilaði inn í þessa ákvörðun sína. „Það lá ljóst fyrir strax frá upphafi. Það væri ekki rétt í stöðunni. Ekki bara út af því að bróðir minn er formaður heldur líka gagnvart Frikka [Friðriki Inga]. Hann er vinur minn og það væri asnalegt. Við stóðum og féllum með þessu saman. Þannig að ég segi bara nei í dag. En ég hef svo oft sagt bölvaða vitleysu og [...]