Nýjast á Local Suðurnes

Sveit GS endaði í 6. sæti í sveitakeppni öldunga

Sveit Golfklúbbs Suðurnesja stóð sig vel í sveitakeppni GSÍ öldunga sem fram fór í Öndverðarnesi um síðustu helgi.

Í fyrstu umferð lagði GS sveit Keilis 3-2, í annari umferð töpuðu strákarnir fyrir Golfklúbbi Reykjavíkur naumlega 3-2 í mjög tvísýnum leik sem hefði getað dottið á hvorn veginn sem er. Sama var uppá teningnum í viðureigninni gegn Öndverðarnesi sem fór 3-3. Í fjórðu umferð var leikið gegn Vestmannaeyjum og hafði sveit GS sigur með 3,5 vinningum gegn 1,5. Öldungasveit GS endaði svo í 6. sæti mótsins, þetta kemur fram á vef Golfklúbbs Suðurnesja.

Guðni Sveinsson er senuþjófur mótsins, en hann lék frábært golf í leiknum gegn Keili. Guðni fór m.a. holu í höggi á annari braut. Að fara holu í höggi er ósköp hversdagslegt hjá honum – þetta var hans sjöunda á ferlinum.