sudurnes.net
Sunneva og Eydís stóðu sig vel í Baku - Local Sudurnes
Sunneva Dögg Friðriksdóttir og Eydís Ósk Kolbeinsdóttir tóku þátt í 1. Evrópuleikunum sem haldnir voru í Baku í Azebaijan á dögunum. Sunneva synti þrjú sund fyrsta daginn, 100 skrið, 4×100 skriðsund boðsund og 800 skriðsund. Tíminn hennar í 400 skrið var hennar 4. besti frá upphafi. Tíminn hennar í 100 skrið var hennar þriðji besti en hún hefur náð undir 1:00 í 50 laug þrisvar sinnum síðan í mars og var fyrsta ÍRB konan til þess að ná því. Hún synti svo einnig 200 m skriðsund og náði þar sínum 3. besta tíma. Hápunktur mótsins hjá Eydísi Ósk var 1500 skrið (691 FINA stig) þar sem hún náði tíma sem er sá næst besti sem hún hefur náð og var hún aðeins 1.81 sek frá Íslandsmetinu í aldursflokknum sem hún náði í apríl á ÍM50. Í 400 skrið og 200 fjór náði hún 3. besta tíma sínum. Sunneva og Eydís voru báðar í boðsundsveitinni sem sló Landsmetið í aldursflokknum (15-17 ára) í 4×100 m skriðsundi og bættu stelpurnar metið um heilar 9 sek og syntu þær báðar mjög vel í boðsundinu og voru á sínum bestu tímum. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍRB. Meira frá SuðurnesjumSunneva Dögg og Eydís Ósk [...]