Nýjast á Local Suðurnes

Sunneva Dögg og Eydís Ósk í sérflokki á Actavismóti SH

ÍRB náði góðum árangri á Actavismóti Sundfélags Hafnarfjarðar um síðustu helgi.  Þrátt fyrir mikið æfingaálag ÍRB undanfarið var útkoman góð. Peningaverðlaun voru veitt fyrir besta árangur karla og kvenna samkvæmt alþjóðlegri stigatöflu.

Sundfólk ÍRB stóð sig vel á mótinu og vann til fjölda verðlauna, Sunneva Dögg Friðriksdóttir var stigahæst kvenna á mótinu  og Eydís Ósk Kolbeinsdóttir var þar í öðru sæti, Kristófer Sigurðsson var síðan í fimmta sæti í karlaflokki.

Árangur stúlknanna var eftirtektarverður yfir heildina, en Sunneva Dögg  var með besta afrek bæði karla og kvenna og Eydís Ósk var þar með þriðja besta árangurinn. Lið ÍRB fék næst flest verðlaun á mótinu þrátt fyrir að keppa í fáum greinum. Aftur á móti vann sundfólkið til verðlauna í nánast öllum þeim greinum sem þau voru skráð í.

Sunneva og Eydís á góðri stund í ferðalagi á vegum ÍRB

Sunneva og Eydís á góðri stund í ferðalagi á vegum ÍRB