Nýjast á Local Suðurnes

Sundfólk ÍRB unnið til fjölda verðlauna á ÍM 50

Baldvin Sigmarsson landaði Íslandsmeistaratitlinum í 200m flusundi, Eydís Ósk Kolbeinsdóttur gerði það sama í 1500m skriðsundi, þriðja titlilinn tók síðan Þröstur Bjarnason með yfirburðarsigri í 1500m skriðsundi, rúmlega 30 sekúndum á undan næsta manni. 

Þeir sundmenn ÍRB sem unnu til verðlauna í gær voru: Gunnhildur Björg Baldursdóttir brons í 200 flugsundi, Ingi Þór Ólafsson brons í 200 flugsundi ,Kristófer Sigurðsson brons í 100m skriðsundi, Karen Mist Arngeirsdóttir silfur í 50m bringusundi, Stefanía Sigurþórsdóttir brons í 200m fjórsundi og Björgvin Theodór Hilmarsson brons í 1500m skriðsundi.

Þröstur Bjarnason náði lágmarki á Evrópumeistaramót unglinga ( EMU ) með sínum árangri í 1500m skriðsundi, Sunneva Dögg Friðriksdóttir náði einnig lágmörkum á EMU með sínum árangri í 100m skriðsundi og Stefanía Sigurþórsdóttir náði lágmörkum á Norðurlandamót Æskunnar ( NÆM ) með sínum árangri í 200m fjórsundi.

Áður höfðu unnist tveir Íslandsmeistaratitlar á mótinu, ein silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun í einstaklingsgreinum ásamt silfurverðlaunum í 4 x 200m skriðsundi karla og bronsverðlaun í 4 x 200m skriðsundi kvenna.

Nánari upplýsingar um úrslit og tíma má finna hér.