Nýjast á Local Suðurnes

Sundfólk ÍRB sópaði að sér verðlaunum á Gullmóti KR

Sundlið ÍRB sópaði til sín verðlaunum á Gullmóti KR sem fram fór um helgina, en sundfólkið fékk nánast  verðlauní öllum greinum í öllum flokkum. Miklar og góðar bætingar litu dagsins ljós á mótinu og skartaði liðið góðri liðsheild og þéttleika, segir í tilkynningu frá ÍRB, en í sumum greinum náði liðið öllum efstu sætunum.

ÍRB átti 14 fulltrúa í Super Challenge keppninni sem fram fór á laugardagskvöldinu. Þar átti liðið til að mynda flesta keppendur í flokki meyja 12 ára og yngri, eða alls fimm af átta keppendum.

Helstu afrek sundfólks ÍRB á mótinu voru eftirfarandi: Eydís Ósk Kolbeinsdóttir var í öðru sæti yfir stigahæsta sundfólk mótsins, ásamt því að fjögur mótsmet voru slegin af ÍRB, mtsmetin settu Þröstur Bjarnason í 400m skriðsundi í opnum flokki, Sunneva Dögg Friðriksdóttir í 200 flugsundi í flokki  15- 17 ára, Sólveig María Baldursdóttir í 100m flugsundi í flokki 12 ára og yngri, og Fannar Snævar Hauksson í 50m skriðsundi í flokki 12 ára og yngri.