sudurnes.net
Suðurnesjamennirnir sáu um markaskorunina fyrir U21 landsliðið - Dugði þó ekki til - Local Sudurnes
U21 árs landsliði Íslands tókst ekki að næla sér í sæti í lokeppni EM í Póllandi á næsta ári þegar liðið tapaði 2-4 gegn Úkraínu í lokaleik riðilsins í gærkvöld. Ísland endaði í 3. sæti riðilsins. Suðurnesjamennirnir í liðinu stóðu þó fyrir sínu og sáu um markaskorunina í leiknum, Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson skoraði fyrra mark liðsins og kom Íslendingum þannig yfir á 22. mínútu. Keflvíkingurinn Elías Már Ólafsson skoraði svo síðara mark Íslands undir lok leiksins, en Elías Már átti mjög góðan leik í gær. Mark Daníels má sjá hér. Meira frá SuðurnesjumElías Már skoraði í sigri U21 landsliðsinsTveir Suðurnesjamenn á lokaborði Íslandsmótsins í pókerSigrar hjá Njarðvík og Víði í 2. deildinniEmelía Ósk frábær þegar U18 landsliðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum EMNotaði lúalegt bragð til að stöðva skyndisókn Keflavíkur – Sjáðu myndbandið!Suðurnesjamenn á meðal launahæstu fótboltamanna landsinsElías Már í byrjunarliðinu gegn KínaReynir tapaði nágrannaslagnum – Eiga þó enn möguleika á að fara uppNjarðvík deildarmeistari – Stórt tap hjá VíðiRafn Markús og Snorri Már þjálfa Njarðvíkinga