Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjamenn sópuðu til sín viðurkenningum á lokahófi KKÍ

Thelma Dís er besti leikmaður Dominos-deildar kvenna - Mynd: KKÍ

Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Grindavík, var valinn þjálfari ársins á lokahófi KKÍ, sem haldið var á föstudag. Þá voru Suðurnesjamennirnir Logi Gunnarsson úr Njarðvík og Ólafur Ólafsson úr Grindavík valdir í 5 manna úrvalslið deildarinnar.

Amin Stevens, Keflavík var valinn besti erlendi leikmaður deildarinnar, og Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík var valinn besti varnarmaðurinn.

Þá vorur Keflvíkingar duglegir við að næla sér í viðurkenningar í kvennaflokki, Thelma Dís Ágústsdóttir var valinn leikmaður ársins, en hún var einnig valin í lið ársins ásamt Emelíu Ósk Gunnarsdóttur.

Salbjörg Sævarsdóttir var valin besti varnarmaðurinn, auk þess sem hún fékk viðurkenningu fyrir að vera prúðasti leikmaðurinn. Sverrir Þór Sverrisson var valinn besti þjálfari deildarinnar. Þá var Ariana Moorer var valinn besti erlendi leikmaður deildarinnar og Birna Benónýsdóttir besti ungi leikmaðurinn.