sudurnes.net
Suðurnesjamenn á meðal launahæstu fótboltamanna landsins - Local Sudurnes
Nokkrir Suðurnesjamenn hafa gert það gott í atvinnumennskunni í knattspyrnu undanfarin misseri, Arnór Ingvi Traustason leikur með Rapid Vín í Austurríki, Ingvar Jónsson komst upp um deild með Sandefjörd í Noregi, Elías Már Ómarsson leikur með Gautaborg í Svíþjóð og Samúel Kári Friðjónsson með Valerenga, einnig í Svíþjóð. Blaðamaðurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur undanfarin misseri tekið saman lista yfir launahæstu knattspyrnumenn Íslands sem leika á erlendri grundu og birt á Twitter og þar koma þeir Ingvar, Arnór Ingvi, Elías Már og Samúel Kári við sögu. Samkvæmt lista Óskars er Arnór Ingvi í 22. sæti listans og launahæstur fjórmenningana á síðasta ári með 29 milljónir króna í árslaun, Elías Már kemur næstur með 11 milljónir króna, þá hefur Ingvar um 9 milljónir króna og Samúel Kári þénar 8 milljónir króna. Hægt er að skoða samantekt Óskars Hrafns með því að notast við #fotlaun2016 á Twitter. Meira frá SuðurnesjumElías Már valinn í A-landsliðið – Ingvar og Arnór Ingvi einnig í hópnumElías Már skoraði í sigri U21 landsliðsins“Er klár í slaginn á ný” – Sverrir Þór tekur við KeflavíkElías Már í byrjunarliðinu gegn KínaSuðurnesjamennirnir sáu um markaskorunina fyrir U21 landsliðið – Dugði þó ekki tilSvíarnir ánægðir með að fá Elías Má – “Vinnusamur leikmaður með frábæra tækni”Tveir [...]