sudurnes.net
Suðurnesjaliðin í Dominos-deildinni: Tveir sigrar og eitt tap - Logi í miklu stuði - Local Sudurnes
Dagur Kár Jónsson var hetja Grindvíkinga þegar liðið lagði Valsmenn að velli í Grindavík í kvöld, en hann skoraði sigurkörfuna í 90-89 sigri liðsins þegar innan við sekúnda var eftir af leiknum. Valsmenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum 45-54, en Grindvíkingar söxuðu jafnt og þétt á forskotið eftir því sem leið á síðari hálfleikinn. Rashad Whack var stigahæstur Grindvíkinga í leiknum með 21 stig og Ólafur Ólafsson kom næstur með 17. Njarðvíkingar gerðu góða ferð á Sauðárkrók og lögðu heimamenn að velli með 100 stigum gegn 93. Logi Gunnarsson bætti upp fyrir slappan sóknarleik gegn Keflavík á dögunum og fór á kostum í liði Njarðvíkur en hann skoraði 29 stig. Terrel Vinson kom svo næstur með 22 stig. Keflvíkingar fengu Stjörnumenn í heimsókn í TM-Höllina og voru þeir síðarnefndu sterkari nær allan leikinn og höfðu ellefu stiga sigur 81-92. Stanley Earl Robinson, nýr erlendur leikmaður Keflvíkinga hefur valdið vonbrigðum það sem af er og náði sér ekki á strik í leiknum og það sama má segja um Regie Dupree sem þó var stigahæstur Keflvíkinga með 16 stig. Ragnar Örn Bragason skoraði 13 stig og fyrrnefndur Robinson 10. Meira frá SuðurnesjumNjarðvík áfram í Maltbikarnum eftir [...]