sudurnes.net
Stórt tap hjá Njarðvíkingum á Sauðárkróki - Local Sudurnes
Njarðvíkingar áttu aldrei möguleika gegn sterku liði Tindastóls þegar liðin mættust í Dominos-deildinni í körfuknattleik á Sauðárkróki í kvöld. Stólarnir hreinlega völtuðu yfir máttlaus ljónin og lönduðu 28 stiga sigri, 100-72. Tindastólsmenn tóku völdin strax í fyrsta leik­hluta á meðan Njarðvíkingar voru með allt á hæum sér og var staðan 25-9 fyr­ir Tinda­stól að honum loknum, og það verðskuldað. 23 stig skildu liðin að í leikhléi, 51-28. Stólarnir náðu svo 40 stiga forskoti í þriðja leikhluta og fóru að leyfa sér að slaka á enda leikurinn unninn á þeim tímapunkti. Lokatölur eins og áður sagði 100-72 fyrir heimamenn. Corbin Jackson og Stefan Bonneau voru stigahæstir Njarðvíkinga en þeir skoruðu fimmtán stig hvor. Njarðvík er með tvö stig, í neðri hluta deildarinnar, eftir fjórar umferðir. Meira frá SuðurnesjumKeflvíkingar komnir í frí – Náðu sér aldrei á strik á SauðárkrókiStjarnan lagði Njarðvík í Ljónagryfjunni – Bonneau með flotta endurkomuNjarðvíkingar fá öflugan miðherja og Bonneau allur að koma til – Sjáðu myndböndin!Fyrsta tap Njarðvíkinga – Víðir í fjórða sæti eftir sigur í markaleikNaumt tap hjá Njarðvíkingum í furðulegum spennuleikNjarðvíkingar í fallsæti eftir tap gegn KFKeflvíkingar halda montréttinum – Lögðu Njarðvík í MaltbikarnumAllt undir hjá Njarðvík í Dominos-deildinni – “Óskum innilega eftir stuðningi í kvöld”B-lið [...]