Nýjast á Local Suðurnes

Stórt tap hjá Grindavík í úrslitaleiknum – Fengu á sig fleiri mörk en í riðlakeppninni

Grindavíkurstúlkur töpuðu stórt gegn Haukum í leiknum um 1. sæti 1. deildar kvenna í knattspyrnu. Grindvíkingar sem þegar voru búnir að tryggja sér sæti í Pepsí-deildinni töpuðu leiknum, sem fram fór í Grindavík 1-5, eftir að hafa komist yfir strax á 3. mínútu, með marki frá Dröfn Einarsdóttur.

Haukar jöfnuðu leikinn á 26. mínútu og þannig var staðan í leikhléi. Þrjú mörk Haukastúlkna á sex mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks gerðu svo ít um leikinn. Síðasta markið kom svo í uppbótartíma.

Þess má geta að Grindavíkurliðið átti frábært tímabil, fyrir utan þennan leik, en liðið fékk aðeins á sig 4 mörk í allri riðlakeppninni og skoraði 46.