sudurnes.net
Stefan Bonneau meiddur út tímabilið - Local Sudurnes
Körfuknattleikslið Njarðvíkinga varð fyrir áfalli í vikunni þegar Stefan Bonneau meiddist alvarlega á æfingu. Bonneau verður frá keppni næsta hálfa árið. Njarðvíkingar skrifuðu undir samning við Bonneau um miðjan júní og ríkti mikil bjartsýni í herbúðum liðsins fyrir tímabilið þegar ljóst var að hann myndi snúa aftur til Njarðvíkur. Í tilkynningu frá félaginu segir: „Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur þykir leitt að tilkynna að Stefan Bonneau mun ekki koma til með að leika með liði Njarðvíkur á tímabilinu sem nú er framundan. Stefan Bonneau var við æfingar í vikunni og slasaðist illa á fæti, en um er að ræða slitna hásin að öllum líkindum að sögn lækna. Læknar telja hann frá í 6 mánuði að minnsta kosti Hugur stjórnar er allur hjá Stefani á þessum erfiðu tímum, enda um gríðarlegt áfall að ræða. Tilhlökkunin var mikil hjá honum að spila í Njarðvík sem og hjá Njarðvíkingum yfir höfuð að fá að sjá hann spila, enda er hann leikmaður sem stimplaði sig rækilega inn í hjörtu allra Njarðvíkinga og körfuboltaáhugamanna á landsvísu eftir frammistöðu sína á síðastliðnu tímabili. Stjórn og þjálfarar eru í þessum skrifuðu orðum undir feldi hvað varðar ákvarðanartöku fyrir næstkomandi daga og tímabilið sem nú er framundan. Það er ljóst að [...]