Nýjast á Local Suðurnes

Slæmur dagur hjá Njarðvík og Grindavík í Dominos-deildinni

Þrátt fyrir fína byrjun Njarðvíkinga gegn lærisveinum Einars Árna í Þór frá Þorlákshöfn verður 15 stiga sigur gestanna að teljast sanngjarn, Njarðvíkingar áttu reyndar ágætan fyrri hálfleik og leiddu með 7 stigum í leikhléi, 47-40, eftir að hafa náð 15 stiga forskoti á tímabili.

Þórsarar héldu áfram að saxa á forskot Njarðvíkinga í þriðja leikhluta og leiddu að honum loknum 61-69. Njarðvíkingar hófu lokaleiklutann af krafti og náðu að minnka muninn í eitt stig þegar hann var hálfnaður. Á þessum tímapunkti meiddist Haukur Helgi, það olli því að hann spilaði ekki meira í þessum leik og við það virtist sem allur vindur væri úr Njarðvíkingum, Þórsarar gengu á lagið og höfðu að lokum sanngjarnan sigur, 75-90.

Grindavík hefur tapað 5 af síðustu 6 leikjum

Eftir 75-64 tap gegn Haukum í kvöld hafa Grindvíkingar tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum, sigur Hauka var sanngjarn en bæði lið áttu dapran dag og buðu ekki upp á mikla skemmtun í kvöld. Staðan í leikhléi var 32-37 Grindvíkingum í vil, sem þó skoruðu ekki stig fyrr en á 5. mínútu leiksins.

Haukar sigldu sigrinum örugglega heim í síðari hálfleik en á endanum munaði 11 stigum á liðunum. Lokatölur 75-64, Haukum í vil.

Eric Wise, sem lék sinn síðasta leik með Grindavík í kvöld spilaði vel í fyrri hálfleik, skoraði 11 stig og tók 10 fráköst, en hann átti arfaslakan seinni hálfleik það sem hann skoraði einungis tvo stig.