Nýjast á Local Suðurnes

Slæm tölfræði hliðholl Njarðvíkingum fyrir fjórða leikinn gegn KR

Fjórði leikur Njarðvíkur og KR í undanúrlsitaeinvígi Dominos-deildar karla fer fram á heimavelli Njarðvíkinga, Ljónagryfjunni, í kvöld klukkan 19.15. Tveir fyrstu leikir liðanna voru æsispennandi en þreyttir Njarðvíkingar áttu í erfiðleikum í þeim þriðja og töpuðu stórt. KR-ingar leiða einvígið 2-1 og þar sem það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslitin gegn Haukum, kemur ekkert annað en sigur til greina fyrir Njarðvíkinga í kvöld.

Njarðvíkingar hafa nú unnið og tapað til skiptis í 21 leik í röð í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfuknattleik, þetta eru slæmar fréttir ef litið er á stöðugleika liðsins en fyrir leik liðsins gegn KR-ingum í kvöld vilja menn væntanlega halda þessari tölfræði örlítið lengur.

Njarðvíkingar búast við troðfullri gryfju og hvetja stuðningsmenn sína til að mæta snemma og klæðast grænu.