Nýjast á Local Suðurnes

Sigurður Gunnar aftur í Grindavík – Þorleifur Ólafsson verður aðstoðarþjálfari

Sigurður Gunnar Þorsteinsson mun leika með Grindvíkingum á komandi tímabili í körfunni. Sigurður lék síðast með Grindavík tímabilið 2013-14 en hefur leikið sem atvinnumaður í Grikklandi undanfarin 3 tímabil.

Við sama tilefni skrifuðu nokkir leikmenn undir nýja samninga við Grindavík og þá var Þorleifur Ólafsson einnig formlega kynntur til leiks sem aðstoðarþjálfari.

Tilkynning Kkd. Grindavíkur í heild sinni:

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur er sönn ánægja að tilkynna um undirskrift við Sigurð nokkurn Þorsteinsson sem er þekkt stærð í íslenskum körfubolta.  Siggi hefur leikið sem atvinnumaður í Evrópu undanfarin 3 ár við góðan orðstýr en taldi þetta góðan tímapunkt að snúa til baka í paradísina.  Við bjóðum Sigga hjartanlega velkominn!

Í leiðinni endurnýjaði Ólafur Ólafsson sinn samning og bróðir hans, „the x-man“ Þorleifur Ólafsson er kynntur til sögunnar sem hægri hönd stóra bro, Jóhanns Ólafssonar.

Og eins og þetta sé ekki nóg, þá endurnýjuðu einnig samning sinn þeir Þorsteinn Finnbogason, Jens Óskarsson og Ómar Sævarsson sem mun þá klárlega taka við sem „gamli karlinn“ í liðinu en enginn kom til greina með þann titil á síðasta tímabili annar en Lalli!  Eins er ljóst að hinn bráðefnilegi Ingvi Þór Guðmundsson mun leika með liðinu á næsta tímabili.

Með þessu teljum við okkur hafa gert liðið vel í stakk búið til að taka þátt í baráttunni í Dominos deildinni í vetur!